Vantar þig aðstoð?

Við tökum vel á móti þér!

Almenn lögfræðiþjónusta og ráðgjöf

Við höfum víðtæka reynslu af málflutningi og almennum lögfræðistörfum á öllum sviðum lögfræðinnar, ásamt starfsreynslu úr íslensku viðskiptalífi og stjórnsýslu. 

Lögð er áhersla á fagmennsku og persónulegri þjónustu.

Skattaréttur

Ráðgjöf vegna stofnunar eða breytingar á rekstri og samruna félaga.

Aðstoð vegna meðferðar almennra skattamála hjá skattyfirvöldum, ríkisskattstjóra, yfirskattanefnd og fjármálaráðuneyti vegna endurupptöku og ágreiningsmála vegna álagninga skatta og tolla.

Meðferð dómsmála vegna skattamála.

Hagsmunagæsla við rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra og sérstökum saksóknara.

Skjalagerð

Við bjóðum upp á margs konar lögfræðileg skjöl og eru skjölin unnin eftir þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

Skjöl sem um er að ræða eru t.d.

Skjöl varðandi skilnaði og sambúðarslit

 • Samkomulag um eignaskipti
 • Samkomulag um forsjá barna
 • Samkomulag um umgengni

Skjöl um erfða- og hjúskaparmál

 • Erfðaskrá
 • Kaupmáli

Aðrir samningar og skjöl

 • Kröfulýsing í þrotabú eða dánarbú
 • Ráðningarsamningur
 • Verksamningur
 • Uppsagnarbréf/Áminningarbréf
 • Kaupsamningur um fasteign
 • Afsal
 • Skuldabréf
 • Tryggingarbréf
 • Leigusamningur um fasteign

Skipti dánarbúa

 

Við sjáum um skipti dánarbúa og taka að sér skiptastjórn vegna opinberra skipta dánarbúa.

Verjandastörf og réttargæsla í sakamálum

 

Við tökum að okkur verjandastörf í hvers kyns sakamálum ásamt réttargæslu fyrir þolendur afbrota.

Barna og hjúskaparréttur

 

Við tökum að okkur vinnu við barna-, fjölskyldu- og sifjamála, t.a.m. forsjármál, skilnaðarmál, barnfaðernismál o.fl.

Innheimta

 

Ný nálgun á innheimtu

Innheimta okkar hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum sem vilja stjórna því hvernig innheimta vanskilakrafna fer fram. Með uppsetningu í innheimtukerfi okkar fá fyrirtæki og stofnanir fullkomna stjórn og yfirsýn á vanskilakröfum sem leiðir til aukinna tekna, lækkunar á rekstrarkostnaði og hámörkun á arðsemi.

Þín innheimta

Við lítum á okkur sem samstarfsaðila kröfuhafa, með það sameiginlega markmið að hámarka skil eins og frekast er kostur. Innheimtuaðgerðir eru sniðnar að þörfum kröfuhafa, góð samskipti við greiðendur eru starfsfólki okkar mikilvæg, enda grunnur að traustu viðskiptasambandi. Viðskiptasamband þitt og greiðanda skiptir okkur máli.

 • Þú færð aðgang að öflugu innheimtukerfi.
 • Þú ræður ferðinni.
 • Sérfræðiráðgjöf til staðar.

Leit

Upplýsingar

Lögmannsstofa ÁP ehf.
Hafnarstræti 95
600 Akureyri, Ísland
Sími: +354 464-5555